Ferill 533. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


153. löggjafarþing 2022–2023.
Þingskjal 1242  —  533. mál.
2. umræða.



Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á lögum um almannatryggingar og lögum um félagslega aðstoð (réttindaávinnsla og breytt framsetning).

Frá Guðmundi Inga Kristinssyni.


     1.      Við 7. gr.
                  a.      Í stað fjárhæðarinnar „300.000 kr.“ í 1. málsl. 3. mgr. g-liðar komi: 720.000 kr.
                  b.      2. málsl. 3. mgr. g-liðar orðist svo: Atvinnutekjur teljast ekki til tekna við útreikning ellilífeyris.
                  c.      2. málsl. 4. mgr. g-liðar orðist svo: Atvinnutekjur teljast ekki til tekna við útreikning hálfs ellilífeyris.
                  d.      3. mgr. o-liðar orðist svo: Fjármagnstekjur, sbr. 11. tölul. 2. gr., skulu ekki teljast til tekna við útreikning á greiðslum samkvæmt þessum kafla.
                  e.      Í stað fjárhæðarinnar „2.575.220 kr.“ í 4. mgr. o-liðar komi: 5.030.000 kr.
                  f.      Í stað fjárhæðarinnar „300.000 kr.“ í 1. málsl. 5. mgr. o-liðar komi: 3.155.000 kr.
                  g.      Í stað fjárhæðarinnar „328.800 kr.“ í 2. málsl. 5. mgr. o-liðar komi: 720.000 kr.
                  h.      X-liður falli brott.
     2.      Á undan a-lið 2. tölul. 22. gr. komi nýr stafliður, sem orðist svo: Orðin „90% af“ í 2. mgr. 3. gr. laganna falla brott.

Greinargerð.

    Lagt er til að hækka frítekjumörk laga um almannatryggingar til samræmis við þróun vísitölu heildarlauna opinberra starfsmanna frá 3. ársfjórðungi 2008. Þá stóð vísitalan í 59,1 stigi en samkvæmt nýjustu tölum er hún 141,8 stig og hefur því hækkað um 140%. Lagt er til að kveðið verði á um að ellilífeyrir skerðist ekki vegna atvinnutekna og jafnframt að örorkulífeyrir og tekjutrygging skerðist ekki vegna fjármagnstekna. Einnig er lagt til að fella brott x-lið 7. gr. frumvarpsins sem kveður á um hið svokallaða vasapeningafyrirkomulag. Þá er lagt til að fella brott þá sérreglu sem kveður á um að félagslegur viðbótarstuðningur við aldraða skuli aðeins nema 90% af fjárhæð fulls ellilífeyris.